Valdimar Leó Friðriksson ráðinn nýr framkvæmdastjóri ÍSS

Valdimar Leó Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri á skrifstofu ÍSS. Hóf hann störf þann 21. febrúar sl. Valdimar Leó hefur starfað innan íþróttahreyfingarinnar í 30 ár á öllum stigum og í ýmsum verkefnum. Hann er okkur góðkunnugur og verður spennandi að kynna hann betur fyrir skautaíþróttum. Stjórn Skautasambands Íslands …

ÍSS býður á Skautahlaupskynningu

Skautasamband Íslands býður á opna kynningu á Skautahlaupi. Kynningarnar verða tvær, í Skautahöllinni á Akureyri og í Egilshöll í Reykjavík. Skautahlaup er frábær og skemmtileg íþrótt sem bætir þol, jafnvægi og styrkir vöðvana. Við bjóðum frítt aðgengi inn á skautasvellin og á staðnum verður leiðbeinandi sem aðstoðar áhugasama með fyrstu …

Júlía Rós á EYOWF 2022

Júlía Rós Viðarsdóttir verður fulltrúi ÍSS á Ólympíumóti Evrópsku æskunnar (e. European Youth Olympic Winter Festival – EYOWF) Mótið fer fram í Vuokatti, Finnlandi, dagana 20.-25. mars nk. Júlía Rós fer ásamt þjálfara sínum, Darja Zajcenko, og hópi frá Skíðasambandi Íslands. ÍSÍ sér um utanumhald og skipulagningu ferðarinnar og er …

Aldís Kara á Junior Worlds 2022

Fulltrúi Íslands á Heimsmeistaramóti unglinga á listskautum árið 2022 er Aldís Kara Bergsdóttir. Þetta er í annað sinn sem Aldís Kara keppir á heimsmeistaramótinu. Mótið fer að þessu sinni fram í Tallin, Eistlandi, dagana 13.-17. apríl nk. Áður hafði veirð skipulagt að mótið yrði haldið í Sofia, Búlgaríu, í mars. …

RIG 2022: Síðasti keppnisdagur

Síðasti keppnisdagur á listskautamóti Reykjavík International Games fór fram í Skautahöllinni í Laugardal í dag með æfingum í fullorðins- og unglingaflokkum. Fyrsti keppnisflokkur dagsins var Junior Women (unglingaflokkur kvenna) Keppt var í öfugri úrslitaröð frá deginum áður og var mikil eftivænting í höllinni eftir íslensku stúlkunum. Lena Rut Ásgeirsdóttir var …

RIG 2022: Laugardagur

Það var mikið um að vera í skautahöllinni í Laugardal á Reykjavíkurleikunum í dag, þar sem alþjóðleg keppni í listskautum stendur yfir. Talsverður fjöldi keppenda var kominn yfir hafið til Íslands til að freista þess að ná lágmörkum inn á alþjóðleg stórmót en RIG er hluti af gildum mótum Alþjóðaskautasambandsins …

Norðurlandamótið 2022

Norðurlandamótið á listskautum fór fram 26.-20. janúar í Hørsholm í Danmörku. Það var mikil tilhlökkun í hópnum að komast loks á mótið þar sem að það var fellt niður á síðasta ári. Hluti hópsins hefur fyrri reynslu af Norðurlandamóti, en tvær voru að keppa þar í sitt fyrsta sinn. Mótið …

Norðurlandamótið á listskautum forsmekkurinn af RIG 2022

Skautasambandið undirbýr nú með þeim stærstu Reykjavíkurleikum sem haldnir hafa verið í Skautahöllinni í Laugardal. En það er ekki það eina sem stendur fyrir dyrum í íslenska skautaheiminum því fimm keppendur héldu til Danmerkur í morgun til keppni á Norðurlandamótinu í listskautum.   Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir og Sædís Heba …