Bikarmeistarar ÍSS 2025

lok Vormóts ÍSS varð ljóst hvaða félag hreppti titilinn Bikarmeistarar ÍSS 2025. Félög safna stigum á mótum ÍSS yfir keppnisveturinn og tekur efsti keppandi frá hverju félagi stig fyrir félag sitt sem eru svo lögð saman eftir veturinn. Það félag sem stendur uppi með flest stig er bikarmeistari. Þegar búið …

Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Short Track

Dagana 1.-2. mars sl. var haldið Íslandsmeistaramót í Short Track (skautaati) á Akureyri, það fyrsta í íslenskri íþróttasögu. Æfingar í skautaati hófust fyrir rétt rúmum tveimur árum og var fyrsta mótið í greininni keyrt í fyrra. Það var því núna að í fyrsta skiptið var keppt til Íslandsmeistaratitils á Vormótinu …

Vormót ÍSS 2025

Vormót ÍSS fór að vanda fram í Skautahöllinni á Akureyri. Mótið fór fram dagana 28. febrúar – 2. mars sl. Til keppni voru mættir 120 skautarar úr öllum fjórum aðildarfélögum ÍSS. En á vormóti er keppt í keppnislínu ÍSS, félagalínu og SO/AS keppnisflokkum. Auk þess að samhliða mótinu var keppt …

Norðurlandamótið 2025

Norðurlandamótið 2025 fór fram í Asker í Noregi 5.-9. febrúar. Að þessu sinni átti ÍSS 4 fulltrúa á mótinu sem allir kepptu í Advanced Novice. Það voru þær Arna Dís Gísladóttir, Elín Katla Sveinbjörnsdóttir, Katla Karítas Yngvadóttir og Ylfa Rún Guðmundsdóttir. Auk þeirra voru með í ferð þjálfararnir Benjamin Naggiar …

Brjóta Ísinn á EM

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza verða fyrsta parið til að keppa fyrir hönd Íslands á Evrópumóti á listskautum á morgun. Þau komu á mótsstað síðastliðið sunnudag en mótið fer fram í Tallinn, Eistlandi. Undirbúningur hófst í gær með tveimur krefjandi æfingum, þar sem álagið var áberandi og æfingar gengu …

Vélfryst skautasvell í Kópavogsdal

Hugmynd um vélfryst skautasvell í Kópavogsdal hefur komist áfram í kosningaferli Okkar Kópavogs. Rafrænar kosningar hófust á hádegi þann 23. janúar og standa til hádegis þann 4. febrúar. Við hvetjum alla Kópavogsbúa til að taka þátt! Nánari upplýsingar um kosningarnar og hlekk á kosningasíðuna er að finna á heimasíðu verkefnisins …

Ungmennafélagið Fjölnir hefur æfingar í skautahlaupi

Ungmennafélagið Fjölnir mun nú bjóða upp á æfingar í skautahlaupi í Egilshöll, Grafarvogi. Skráning fer fram hér. Þjálfari verður Andri Freyr Magnússon og mun gestaþjálfari koma í heimsókn miðvikudaginn 12. febrúar. Hann heitir Erwin van der Werve og þjálfar skautahlaup á Akureyri. Erwin hefur ferðast til Finnlands og Hollands til …

Skautaárið 2024

Skautasamband Íslands sendir skauturum, þjálfurum, aðstandendum, félögum og landsmönnum öllum óskir um farsælt komandi ár og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Í lok árs er tilefni til þess að líta yfir farinn veg og rifja upp þann árangur sem skautarar okkar hafa sýnt á árinu. Árið …