Vormót ÍSS 2022

Vormót ÍSS var haldið á Akureyri um helgina en það er síðasta mót ÍSS á tímabilinu og þar með síðasta mót Bikarmótaraðarinnar 2021-2022. Töluverð afföll voru í keppendahópunum vegna flensu og meiðsla og mótið því með allra minnsta móti. Fyrri keppnisdagur var á laugardag en þá kepptu fyrst Basic novice …

Fræðslufyrirlestrar ÍSS: Næringarfræðsla

Skautasamband Íslands stendur fyrir fræðslufyrirlestri næstkomandi þriðjudag kl.20:00. Fyrirlesturinn fer fram í gegnum Teams og er hægt að nálgast link á fundinn hér að neðan. Fyrirlesturinn er ætlaður öllum forráðamönnum og iðkendum sem náð hafa 14 ára aldri. Hafi iðkendur undir 14 ára aldri áhuga á því að sitja fyrirlesturinn …

23. Skautaþing ÍSS – fundarboð

Í samræmi við 6. grein laga ÍSS, er hér með boðað til 23. Skautaþings ÍSS. Skautaþingið verður haldið laugardaginn 30. apríl í íþróttamiðstöðinni í Laugardal að Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Tillögur sem óskast teknar fyrir á Skautaþingi, skulu hafa borist stjórn ÍSS minnst þremur vikum fyrir Skautaþing, þ.e. 9. apríl …

Framboð til stjórnar ÍSS 2022

Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann. Hitt árið skal kjósa formann, tvo aðalmenn og einn varamann. Á Skautaþingi sem haldið verður 30. apríl 2022 verður því, skv. lögum ÍSS, kosið um tvo aðalmenn og einn varamann til …

EYOWF 2022

Um síðustu helgi lauk Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, European Youth Winter Olympic Festival – EYOWF, í Vuokatti í Finnlandi. Leikunum, sem hafði verið marg frestað vegna Covid, eru Evrópuleikar vetraríþrótta sem haldnir eru undir merkjum Alþjóðaólympíunefndarinnar. Keppt er í junior flokkum á aldursbili sem Ólympíunefndin ákveður og gefa ungmennum tækifæri á að …

Valdimar Leó Friðriksson ráðinn nýr framkvæmdastjóri ÍSS

Valdimar Leó Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri á skrifstofu ÍSS. Hóf hann störf þann 21. febrúar sl. Valdimar Leó hefur starfað innan íþróttahreyfingarinnar í 30 ár á öllum stigum og í ýmsum verkefnum. Hann er okkur góðkunnugur og verður spennandi að kynna hann betur fyrir skautaíþróttum. Stjórn Skautasambands Íslands …

ÍSS býður á Skautahlaupskynningu

Skautasamband Íslands býður á opna kynningu á Skautahlaupi. Kynningarnar verða tvær, í Skautahöllinni á Akureyri og í Egilshöll í Reykjavík. Skautahlaup er frábær og skemmtileg íþrótt sem bætir þol, jafnvægi og styrkir vöðvana. Við bjóðum frítt aðgengi inn á skautasvellin og á staðnum verður leiðbeinandi sem aðstoðar áhugasama með fyrstu …