Jólakveðja

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Skautasamband Íslands Seasons Greetings and Best Wishes for 2022 Icelandic Skating Association

Fulltrúar Íslands á Norðurlandamóti 2022

Skautasamband Íslands hefur valið þá skautara sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu á listskautum 2022. Mótið fer fram í Hørsholm í Danmörku dagana 26.-29. janúar nk. Þeir skautarar sem keppa á Norðurlandamótinu eru: Senior / Fullorðinsflokkur: Aldís Kara Bergsdóttir Junior / Unglingaflokkur: Júlía Rós Viðarsdóttir Júlía Sylvía Gunnarsdóttir …

Aldís Kara Bergsdóttir valin Skautakona ársins 2021

Skautasamband Íslands hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2021. Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Er þetta í þriðja sinn í röð sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins. Aldís Kara er verðugur fulltrúi skautaíþrótta þar sem hún sýnir ávallt mikinn dugnað og metnað …

Íslandsmeistaramót ÍSS 2021: Seinni keppnisdagur

Seinni keppnisdagur á Íslandsmeistaramóti ÍSS 2021 fór fram í dag. Var þá keppt með frjálst prógram og skautarar kepptu í öfugri úrslitaröð stutta prógrammsins. Fyrsti keppnisflokkurinn var Advanced Novice. Elva Ísey Hlynsdóttir, Fjölni, byrjaði keppnisdaginn. Nokkrir hnökrar voru á stökkunum hjá henni en framkvæmdin var örugg og skilaði það henni …

Íslandsmót barna og unglinga 2021: Seinni keppnisdagur

Í dag, sunnudag, lauk keppni á Íslandsmóti barna og unglinga 2021. Tveir keppnisflokkar lokuðu keppninni í dag, Intermediate Novice og Intermediate Women. Fyrsti flokkur á ís í morgun var Intermediate Novice. Þar voru þrír skautarar skráðir til keppni Kristjörg Eva Magnadóttir, SA, var fyrsti keppandinn. Tvö stökk hjá henni voru …

Íslandsmeistaramót ÍSS 2021: Fyrri keppnisdagur

Fyrra keppnisdegi á Íslandsmeistaramóti ÍSS lauk í dag rétt eftir klukkan þrjú síðdegis. Í dag fór fram keppni með stutt prógram, skylduæfingar. Það voru skautarar úr Advanced Novice sem hófu keppni. Fyrst á ísinn var Sædís Heba Guðmundsdóttir, SA. Hún syndi sterk element og fékk góðar einkunnir fyrir Program Components. …

Íslandsmót barna og unglinga 2021: Fyrri keppnisdagur

Í dag, laugardag, fór fram fyrri keppnisdagur á Íslandsmóti barna og unglinga 2021. Mótsstjórn hafði skipulagt mótið vel og skipt skautahöllinni upp í þrjú sóttvarnarhólf. Allt var gert til þess að mótið færi vel fram og að allir þátttakendur gætu keppt rólegir og öruggir. Dagurinn hófst með keppni í flokkum …

Íslandsmót ÍSS 2021: Keppnisröð

Dregið hefur verið í keppnisröð á Íslandsmóti og Íslandsmeistaramóti ÍSS 2021 Upplýsingar um keppnisröð og upphitunarhópa er að finna á vefsíðu mótsins: http://www.iceskate.is/islandsmot-iss/ Við minnum á Reglum um aðgengi á mótinu og mikilvægi þess að allir sýni fram á neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi. Þegar keppendur hafa lokið keppni og verðlaunaafhending …