Vormóti ÍSS 2020 aflýst

Í ljósi þess að stjórnvöld á Íslandi hafa sett samkomubann frá og með 15.mars næstkomandi hefur Skautasamband Íslands, í samráði við Listskautadeild Skautafélags Akureyrar, ákveðið að aflýsa Vormóti ÍSS 2020. Ákvörðun um hvort verði hægt að halda mótið á öðrum dagsetningum verður tekin síðar. Það verður ekki gert nema hægt …

Vormót ÍSS 2020: Keppendalistar

Keppendalistar fyrir Vormót ÍSS 2020 hafa nú veirð birtir á vefsíðu ÍSS. Keppendalista ásamt öllum upplýsingum um mótið er hægt að finna hér: www.iceskate.is/vormot-iss Dagskrá verður birt eins fljótt og hægt er. Eins verða allar tilkynningar er varða stöðu mótsins í ljósi aðstæðna settar á vefsíðu og deilt á samfélagsmiðlum.

Aldís Kara á Heimsmeistaramóti Unglinga 2020

Aldís Kara Bergsdóttir keppti um helgina, fyrst íslendinga, á Heimsmeistarmóti Unglinga sem núna stendur yfir í Tallinn í Eistlandi. Keppt var með stuttu prógrami á föstudag og hafði Aldís dregið rásnúmerið 19 en 48 keppendur voru skráðir til leiks í greininni. Sýnt var beint frá keppninni á Youtube síðu Alþjóðaskautasambandsins …

Heimsmeistaramót Unglinga 2020

Í morgun hélt Aldís Kara Bergsdóttir áleiðis til Tallinn í Eistlandi til að keppa fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramóti Unglinga í listskautum sem fer fram þar í borg dagana 2. til 8. mars n.k. Verður það í fyrsta skiptið sem íslenskur einstaklingsskautari keppir á heimsmeistaramóti í listskautum. Skautarar geta eingöngu …

Vormót ÍSS 2020: Mótstilkynning

Skautasamband Íslands býður til Vormóts ÍSS 2020 Mótið er hluti af Bikarmótaröð ÍSS 2019-2020 Að móti loknu verða Bikarmeistarar ÍSS 2019-2020 krýndir. Mótstilkynningu og allar frekari upplýsigar er hægt að finna hér: www.iceskate.is/vormot-iss Athugið að skráning keppenda fer fram í gegnum Nóra: iceskate.felog.is Seinskráning: Boðið er upp á seinskráningu eftir að venjubundinn …

ISU Olympic Development Project

Skautasamband Íslands auglýsir laust pláss til umsóknar í Þróunarverkefni fyrir þjálfara á vegum ISU og finnska skautasambandsins. Umsóknareyðublaðið þarf að fylla út og senda til ÍSS, info@iceskate..is, ásamt ferilskrá með upplýsingum um fyrri þjálfaramenntun. Umsóknarfrestur er til og með 1.mars 2020. Finnska skautasambandið (FFSA) í samvinnu við Alþjóða skautasambandið (ISU) …

Norðurlandamót 2020

Norðurlandamótið 2020 fór fram í Stavanger, Noregi frá 6.-9. Febrúar. Í dag, sunnudag, kom íslenski landsliðshópurinn heim eftir vel heppnað og skemmtilegt mót. Mótið fór vel fram og var mikil samheldni í hópnum. Má því þakka frábærri fararstjórn sem var í höndum Nadiu Margrétar Jamchi. Með í ferðinni voru tveir …