Aldís Kara vann sér inn keppnisrétt á ISU Junior Worlds 2020

Sá merki atburður gerðist í íslensku skautasögunni í dag að Aldís Kara Bergsdóttir var fyrst íslenskra einstaklingsskautara til að tryggja sér tæknistig Alþjóðaskautasambandsins, ISU, sem veita henni keppnisleyfi á Heimsmeistarmót Unglinga í greininni (ISU Junior Worlds). Tæknistigin er helmingur einkunnar hvers prógrams og fer eftir erfiðleikastigum elementanna sem skautarinn framkvæmir. …

Júlía Rós með met á Norðurlandamóti

Júlía Rós Viðarsdóttir, keppandi Íslands á Norðurlandamótinu í Stavanger, hefur verið í fremstu röð íslenskra skautara í flokki Advanced Novice að undanförnu. Hún hefur haldið sér um 80 stigin í hverri keppninni af annarri það sem af er tímabilinu og var frammistaða hennar á Norðurlandamótinu þar engin undantekning. Júlía Rós …

Þjálfaranámskeið 1a á Akureyri

Forkröfur á þjálfaranámskeið 1a eru: Hafa náð 16 ára aldri Hafa lokið Skautum Regnbogann eða SO Level 4 Hafa lokið þjálfaranámskeiði ÍSÍ 1.hluta Námskeiðið skiptist í tvo hluta Fjarnámshluti sem fer fram dagana 6. – 13. febrúar Fyrirlestrar og ísþjálfun sem fer fram frá kl.16:15 föstudaginn 14. febrúar til kl.18:15 …

Skautaárið 2019 – Annáll ÍSS

Skautasamband Íslands sendir skauturum, félögum og landsmönnum öllum óskir um farsælt komandi ár og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Í lok árs er tilefni til þess að líta yfir farinn veg og rifja upp þann árangur sem skautarar okkar hafa sýnt á árinu. International Childrens Games …

Aldís Kara Bergsdóttir valin Skautakona ársins 2019

Aldís Kara Bergsdóttir hefur verið valin Skautakona ársins 2019 af stjórn Skautasambands Íslands. Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko og keppir í Junior Ladies (Unglingaflokki kvenna). Þetta er í fyrsta sinn sem hún hlýtur titilinn skautakona ársins. Aldís Kara er verðugur fulltrúi ÍSS og vel að …