Aldís Kara vann sér inn keppnisrétt á ISU Junior Worlds 2020
Sá merki atburður gerðist í íslensku skautasögunni í dag að Aldís Kara Bergsdóttir var fyrst íslenskra einstaklingsskautara til að tryggja sér tæknistig Alþjóðaskautasambandsins, ISU, sem veita henni keppnisleyfi á Heimsmeistarmót Unglinga í greininni (ISU Junior Worlds). Tæknistigin er helmingur einkunnar hvers prógrams og fer eftir erfiðleikastigum elementanna sem skautarinn framkvæmir. …