JGP Istanbul 2023

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir keppti fyrir hönd ÍSS á JGP í Istanbul, Tyrklandi, dagana 6. – 9. september sl. Þetta er þriðja árið sem Júlía Sylvía keppir á JGP og hennar fjórða JGP mót. Júlía hélt til Istanbul með þjálfara sínum, Benjamin Naggiar, og liðsstjóra á vegum ÍSS, Evu Dögg Sæmundsdóttur. …

Haustmót ÍSS 2023

Haustmót ÍSS 2023 fór fram í Egilshöll um síðustu helgi. Mótið fór vel fram og voru fjölmargir skautarar á öllum stigum sem sýndu hvað í sér býr. Mótið hófst á laugardagsmorni með keppni í Félagalínu. Þar var keppt í öllum aldursflokkum allt frá 8 ára og yngri og upp í …

Haustmót ÍSS 2023: Mótstilkynning

Skautasamband Íslands býður á Haustmót 2023 Mótið fer fram í Skautahöllinni í Egilshöll dagana 22.-24. september nk. Að þessu sinni er auk Keppnislínu ÍSS einnig keppt í Keppnislínu félaganna og Special Olympics/Adaptive Skating. Mótstilkynning er nú aðgengileg á síðu mótsins Mótstilkynning Haustmóts 2023 Haustmót ÍSS  

Viðburðadagatal ÍSS 2023-2024

ÍSS hefur gefið út Viðburðardagatal fyrir tímabilið 2023-2024. Þar koma fram allir þeir viðburðir sem fara fram á vegum ÍSS á tímabilinu sem og þeir viðburðir sem ÍSS hyggst taka þátt í og sem hafa áhrif á skautatímabil ÍSS. Dagatalið er uppfært reglulega yfir tímabilið og er aðgengilegt á vefsíðu …

Junior Grand Prix 2023

Junior Grand Prix mótaröðin (JGP) er svokallað kvótamót. Það þýðir að hver þjóð á rétt á ákveðnum fjölda keppenda á ákveðið mörgum mótum. Ísland á núna kvóta á tvö mót, einn keppanda á hvort mót. Að þessu sinni fengum við aftur úthlutað sæti á mótinu sem fer fram í Yerevan …

Heiðursverðlaun ÍSS 2023

Skautasamband Íslands veitti í ár heiðursverðlaun í fimmta sinn. Stjórn veitir á Skautaþingi þremur einstaklingum Silfurmerki ÍSS. Silfurmerki ÍSS er veitt þeim sem hafa unnið ötult og óeiginfjarnt starf í þágu skautaíþrótta á Íslandi í 10 ár, eða þegar stjórn þykir sérstök ástæða til. Sólveig Dröfn hóf skautaferil sinn hjá …

24. Skautaþing ÍSS

24. Skautaþing ÍSS fór fram á Bryggjan Brugghús. Þingfulltrúar voru 23, frá 5 aðildarfélögum, en auk þeirra voru fleiri gestir á þinginu. Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson, 2. þingforseti var María Fortescue. Breytingatillögur sem teknar voru fyrir var til að mynda breyting á 5. grein laga um fulltrúafjölda á þingi …