Dagskrá á námskeiði dómara og tæknifólks

Námskeið dómara og tæknifólks fer fram 12.-14. ágúst í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6. Nýliðanámskeið hefur farið fram á netinu síðasta mánuðinn og lýkur því með námskeiðslotu í íþróttamiðstöðinni á miðvikudaginn 10. ágúst kl.19:00-21:00. Allir áhugasamir eru velkomnir að mæta í upprifjun. Ef þú ert ekki búin að skrá þig …

Halla Björg Sigurþórsdótti fær alþjóðleg réttindi tæknistjórnanda (TC)

Nú á dögunum lauk Halla Björg Sigurþórsdóttir prófi hjá Alþjóða skautasambandinu, ISU, sem gaf henni réttindi sem alþjóðlegur tæknistjórnandi (e. international technical controller (TC)).  Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur dómari tekur prófið og er Halla Björg því fyrsti íslenski dómarinn sem fær réttindi sem alþjóðlegur tæknistjórnandi.Halla Björg var …

Nordic Children and Youth Sports Conference

Norræn barna- og unglingaíþróttaráðstefna fer fram á einhverjum af Norðurlöndunum á þriggja ára fresti. Dagana 4.-6. nóvember mun hún  fara fram rétt fyrir utan Helsinki. Í hvert sinn sem ráðstefnan er haldin velur undirbúningshópur átta íþróttagreinar sem stendur til boða að sækja þessa ráðstefnu. Að þessu sinni verða íþróttagreinarnar eftirtaldar; …

Mótadagskrá ÍSS 2022-2023

Mótadagskrá ÍSS hefur verið gefin út. Mót sem ÍSS heldur á tímabilinu eru eftirfarandi: Haustmót ÍSS 30. september – 2. október 2022 Egilshöll Íslandsmót / Íslandsmeistaramót ÍSS 18. – 20. nóvember 2022 Laugardal Nordics @RIG 2023 1. – 5. febrúar 2023 Egilshöll (aðalæfingar í Laugardal) Vormót ÍSS 24. – 26. …

Dómaranámskeið ÍSS 2022

Dómara- og tækninámskeið ÍSS verður haldið í Reykjavík dagana 12.-14. ágúst 2022 Námskeið fyrir byrjendur, bæði dómara og tæknipanel, verður í boði í fjarvinnu og hefst það 1.júlí. Byrjendur geta þá tekið þátt á framhaldsnámskeiðinu í ágúst. Framhaldsnámskeiðið hefst á föstudagskvöldi og lýkur á sunnudagskvöldi. Dagskráin er sett upp þannig …

Heiðursverðlaun ÍSS 2022

Skautasambands Íslands veitti á 23. Skautaþingi sínu Heiðursverðlaun ÍSS í fjórða sinn. Að þessu sinn veitti stjórn þremur einstaklingum Silfurmerki ÍSS. Silfurmerki ÍSS er veitt þeim sem hafa unnið ötult og óeigingjarnt starf í þágu skautaíþrótta á Íslandi í 10 ár, eða þegar stjórn þykir sérstök ástæða til. Halla Björg …

Frá 23. Skautaþingi ÍSS

23. Skautaþing ÍSS fór fram í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg í Reykjavík þann 30. apríl sl. Svara Hróðný Jónsdóttir, formaður ÍSS, setti þingið og var Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri ÍSS, kjörinn þingforseti. Þingið var vel sótt af fulltrúm allra aðildarfélaga ásamt nefndarmönnum. Kynntar voru fjárhagsáætlun og afreksstefna, þær ræddar og …

23. Skautaþing ÍSS: Seinna fundarboð

Þingstaður Þingið verður haldið í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6, 104 Reykjavík, í sal E Þingsetning Þingsetning verður kl. 12:00 þann 30. apríl 2022. Þingslit eru áætluð kl.16:30. Boðið verður uppá léttar veitingar. Þinggögn Þinggögn verða aðgengileg útprentuð á þingstað en þau verða einnig send út í tölvupósti. Dagskrá samkv. …

Framboðsfrestur framlengdur

Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann. Hitt árið skal kjósa formann, tvo aðalmenn og einn varamann. Á Skautaþingi sem haldið verður 30. apríl 2022 verður því, skv. lögum ÍSS, kosið um tvo aðalmenn og einn varamann til …

Bikarmeistarar ÍSS 2022

Í lok Vormóts ÍSS varð ljóst hvaða félag hreppti titilinn Bikarmeistarar ÍSS 2022. Félög safna stigum á mótum ÍSS yfir keppnisveturinn og tekur efsti keppandi frá hverju félagi stig fyrir félag sitt sem eru svo lögð saman eftir veturinn. Það félag sem stendur uppi með flest stig er bikarmeistari. Enginn …