KJÖRNEFND ÍSS ÓSKAR EFTIR FRAMBOÐUM TIL STJÓRNAR ÍSS FYRIR SKAUTAÞING 2024
Samkvæmt lögum ÍSS skal kjósa stjórn til tveggja ára. Á sléttu ártali skal kjósa tvo aðalmenn og einn varamann. Hitt árið skal kjósa formann, tvo aðalmenn og einn varamann.
Á Skautaþingi sem haldið verður 11. maí verður því kosið um; tvo aðalmenn og einn varamann.
Um hæfi til stjórnarsetu er vísað í 7. grein laga ÍSS á heimasíðu, www.iceskate.is. Sérstök athygli er vakin á því að þeir sem bjóða sig fram til stjórnarsetu í stjórn ÍSS mega ekki hafa hlotið refsidóma vegna brota á ákvæði XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eins og kveður á í lögum ÍSÍ 2. kafla 5a.
Framboðsfrestur rann út 20. apríl sl.. Ekki bárust nægileg framboð í eina stöðu aðalmanns auk varamanns og hefur Kjörnefnd því framlengt framboðsfrestinn til og með 8. maí nk..
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eða hafa ábendingar um áhugasama félagsmenn sem gætu haft áhuga á að bjóða sig fram skulu senda framboð og ábendingar til kjörnefndar á netfangið kjornefnd@iceskate.is.
Kjörnefnd Skipa:
Formaður:
Hrafnhildur Guðjónsdóttir (SA)
Nefndarmenn:
Halldóra Hrund Guðmundsdóttir (Fjölni)
Bogey Ragnarsdóttir (SR)
Hörður Sigurðsson (Ösp)