#skatingiceland
Kristín Valdís Örnólfsdóttir valin Skautakona ársins 2017

Kristín Valdís Örnólfsdóttir valin Skautakona ársins 2017

Skautasamband Íslands tilnefnir Kristínu Valdísi Örnólfsdóttur sem skautakonu ársins 2017.
Kristín Valdís æfir með Skautafélagi Reykjavíkur og er þetta í fyrsta sinn sem hún hlýtur nafnbótina Skautakona ársins. Þjálfari Kristínar er Guillaume Kermen.

Kristín Valdís hefur náð viðmiðum inn í úrvalshóp ÍSS í Junior flokki og keppti í þeim keppnisflokk á árinu.

Meðaltal af heildarskori Kristínar Valdísar á árinu er 91.43 stig. Hæsta skor ársins 94.72 stig á Vetrarmóti ÍSS.

Kristín Valdís hefur verið virkur keppandi bæði innanlands og utan á árinu. Hún keppti í Junior flokki á Norðurlandamóti 2017 og hafnaði þar í 18. sæti með 78.16 stig . Hún keppti fyrir hönd Íslands á ISU Junior Grand Prix Riga Cup 2017 og hafnaði þar í 27. Sæti með 90.49 stig og er samanlögð heildareinkunn nú stigamet íslensk skautara á JGP frá upphafi sem trompar met sem staðið hafði frá árinu 2012. Kristin Valdís keppti einnig á Volvo Cup Open 2017 í junior flokki og hafnaði þar í 19. sæti með 93.91 stig, efst íslensku skautaranna sem kepptu í þeim flokki. Á íslenskum mótum hafnaði hún í 11. sæti á RIG 2017 með 85 stig, 1.sæti á Vetrarmóti 2017 með 94.72 stig, 1. sæti á Haustmóti 2017 og í 2. sæti á Bikarmóti ÍSS 2017 en einnig var hún í 2. sæti á Íslandsmóti 2017 í junior flokki með 92.17 stig.

Kristín Valdís hefur sýnt og sannað á sínum skautaferli að hún er kappsfull og metnaðarfull íþróttakona sem leggur sig mikið fram í sinni íþrótt og er öðrum iðkendum góð fyrirmynd bæði í framkomu og viðhorfi til íþróttarinnar. Hún er því vel að þessum titli komin.

Skautasamband Íslands óskar henni til hamingju með titilinn.

Translate »