#skatingiceland
Mentor Torun Cup 2017

Mentor Torun Cup 2017

Kristín Valdis Örnólfsdóttir, Margrét Sól Torfadóttir, Dóra Lilja Njálsdóttir, Viktoría Lind Björnsdóttir úr SR, og Eva Dögg Sæmundsdóttir og Herdís Birna Hjaltalín úr Birninum fóru til Póllands að keppa á Mentor Torun Cup. Þjálfari úr SR, Guillaume Karmen var með þeim í för.
Keppnin hófst hjá Novice A á þriðjudaginn.
Dóra og Viktoría stóðu sig mjög vel á þeirra fyrsta móti erlendis.
Dóra Lilja lenti í 23. sæti með 56,48 stig eða 20,27 í stuttu prógrammi og 36,21 í frjálsu prógrammi.
Viktoría Lind lenti í 21. sæti með 59,69 stig eða 21,54 í stuttu prógrammi og 38,15 í frjálsu prógrammi.
Alls kepptu 33 stúlkur í Novice A.

Keppnin hjá Junior A hófst á miðvikudeginum. Stelpunum í Junior gekk ágætlega.

Kristín Valdís lenti í 25. sæti með 82,27 stig eða 30,90 í stuttu prógrammi og 51,37 í frjálsu prógrammi.
Eva Dögg lenti í 27. sæti með 78,96 stig eða 29,89 í stuttu prógrammi og 49,07 í frjálsu prógrammi.
Herdís Birna Lenti í 28. sæti með 77,79 stig eða 26,43 í stuttu prógrammi og 51,36 í frjálsu prógrammi.
Margrét Sól lenti í 29. sæti með 75,03 stig eða 27,00 stig í stuttu prógrammi og 48,03 í frjálsu prógrammi.
Alls kepptu 37 stúlkur í Junior A.
Úrslit má sjá hér:
Translate »