#skatingiceland
NLT Dagur 1

NLT Dagur 1

Northern Lights Trophy Dagur 1

Föstudaginn 25. október hófst Northern Lights Trophy 2024
Þetta er í fyrsta sinn sem NLT er haldið og er mótið klárlega komið til þess að vera.
Keppendur eru mættir frá fjölmörgum löndum ásamt öllum fremstu skauturum Íslands.

Föstudagur hófst á opnum æfingum þar sem keppendur komu undir sig skautafótunum.
Fyrsti keppnisflokkur mótsins var svo Basic Novice Girls. 19 skautarar kepptu, þar af 12 frá Íslandi. Oft var mjótt á munum og skautararnir sýndu frábær tilþrif.
Úrslit fóru svo að í fyrsta sæti var Alice Del Ponte, frá IceLab á Ítalíu. Hún var með sterk og örugg stökk sem tryggðu henni fyrsta sætið með35.89 stig.  Í öðru sæti var Ermenga Sunna Víkingsdóttir, frá Fjölni Reykjavík. Hún Átti góðar stökksamsetningar og var sterk í Components (innihald prógrams). Það tryggði henni annað sætið með 33.42 stig, hæstu stigin hennar á tímabilinu. Sú þriðja var Elysse Marie Alburo Mamalias, frá SR Reykjavík. Eæysse var nokkuð örugg í prógramminu en það vantaði herslumuninn. Hún hafnaði í þriðja sæti með 31.54 stig, sem er persónulegt stigamet fyrir hana.

Næsti keppnisflokkur var Basic Novice Boys. Í þessum keppnisflokki var einn skautari mættur til leiks. Sebastien Berg, frá Hiversport í Luxembourg, fékk 18.64 stig fyrir sína frammistöðu.

Að lokum var komið að Advanced Novice Girls, þar sem keppt var með stutt prógram. Þar voru 17 skautarar mættir til keppni, þar af 6 frá Íslandi. Eftir fyrsta daginn er Miah Fragnito, frá IceLab Ítalíu, efst með 35.18 stig. Önnur er Ella Risa Gomez, frá Asker í Noregi, með 32.22 stig. Og sú þriðja er Elín Katla Sveinbjörnsdóttir, Fjölni Reykjavík, með 31.69 stig.
Haldið verður áfram keppni í Advanced Novice með frjáls prógram á laugardag kl.14:15.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Translate »