#skatingiceland
Special Olympics á Finlandia Trophy

Special Olympics á Finlandia Trophy

Núna fer fram Finlandia Trophy í Espoo í Finnlandi.
Mótið er gríðarlega stórt mót og hefur verið hluti af Challenger Series mótaröðinni hjá ISU til margra ára.

Fyrir nokkrum árum var Special Olympics móti bætt við dagskránna og hafa íslenskri skautarar að sjálfsögðu tekið þátt á þeim hluta mótsins frá upphafi.

Í ár var engin breyting þar á þar sem að fjórir keppendur frá skautadeild Aspar eru í Finnlandi og hafa lokið keppni.
Bjarki Rúnar Steinarsson keppti í Level 1 karla og hafnaði í fyrsta sæti
Snædís Ósk Egilsdóttir keppti í Level 1 kvenna og hafnaði í fyrsta sæti
Þórdís Erlingsdóttir keppti í Level 2 kvenna og hafnaði í öðru sæti
Nína Margrét Ingimarsdóttir keppti í Level 3 kvenna og hafnaði í fyrsta sæti

Eins og sjá má stóð hópurinn sig með eindæmum vel og voru Íslandi, Skautasambandi Íslands og Special Olympics á Íslandi til sóma.

ÍSS óskar skauturunum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með frábæran árangur.
Áfram Ísland !

Translate »