Stjórn skautasambandsins skal skipuð 5 einstaklingum og 2 til vara.
Formaðurinn er kosinn sérstaklega á skautaþingi, en aðrir skipta með sér embættum, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi.
Varastjórn er kosin sérstaklega.
Stjórn fundar fyrsta þriðjudag í mánuði.
Erindi til stjórnar skulu send á info@iceskate.is

Svava Hróðný Jónsdóttir
Formaður / President

Þóra Sigríður Torfadóttir
Varaformaður / Vice President

Ingibjörg Pálsdóttir
Gjaldkeri / Treasurer

Rakel Hákonardóttir
Ritari / Secretary

Anna Kristín jeppesen
Meðstjórnandi

Aldís Lilja Sigurðardóttir
Varamaður

Guðrún Brynjólfsdóttir
Varamaður
Starfssvið stjórnar samkvæmt lögum Skautasambandsins er að
- Framkvæma ályktanir skautaþings.
- Annast rekstur sambandsins.
- Vinna að eflingu skautaíþróttarinnar í landinu.
- Semja leikreglur og reglugerðir fyrir skautaíþróttina.
- Senda ISU lögboðnar skýrslur og tilkynningar
- Senda framkvæmdastjórn ÍSÍ lögboðnar skýrslur og tilkynningar.
- Sjá um að farið sé eftir viðurkenndum lögum og leikreglum .
- Setja nauðsynleg bráðabirgðaákvæði.
- Raða niður og ákveða stað og tíma sambandsmóta.
- Úthluta þeim styrkjum til skautamála sem ÍSS fær til umráða.
- Aðstoða aðildarfélögin og hafa með þeim eftirlit.
- Koma fram hérlendis og erlendis fyrir hönd skautaíþróttarinnar