#skatingiceland
Þjálfaranámskeið ÍSS

Þjálfaranámskeið ÍSS

Þjálfaranámskeið ÍSS - 1.stig - hefst 3. nóvember

Skautasamband Íslands hefur unnið að því síðustu mánuði að uppfæra og endurskipuleggja þjálfaranámið sitt og fært það að stórum hluta yfir í fjarkennslu.

Námskeiðunum er sem fyrr skipt upp í 1., 2. og 3. stig.
En hvert námskeið tekur núna alla hluta hverst stigs fyrir sig í einu (t.d. 1a, 1b og 1c er núna kennt allt saman á 1. stigi)
Á hverju námskeiði eru 2 umræðufundir og 1 staðlota, sem skyldimæting er á. Verkefnavinna er einstaklingsbundin og er hægt að óska eftir einstaklingsviðtölum ef þess þarf.

 

Þjálfaranámskeið ÍSS - 1. stig - hefst 3. nóvember nk.
Skráning hefst á mánudaginn 26. október og fer fram í gegnum iceskate.felog.is
Kostnaður við all 1. stig (a,b og c) er kr. 37.000,-
Þátttakendur þurfa að hafa lokið 1.stigi þjálfaranáms hjá ÍSÍ, eða vera skráðir á það námskeið sem er nú í gangi.

 

Athugið að einhverjir þjálfarar luku námskeiði 1a á síðasta keppnistímabili.
Þeir aðilar eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvupóst á info@iceskate.is.
Leiðbeinendur námskeiðsins munu fara yfir með þeim hvaða verkefnum þeir hafa nú þegar lokið.

Translate »