Umsóknarfrestur er 1.maí
Greiðslur úr Afrekssjóði ÍSS eru ætlaðar afreksstarfi sambandsins til handa afreksíþróttafólki íþróttarinnar til að koma til móts við beinan kostnað þeirra vegna keppnisþátttöku á erlendri grundu.
Keppendur sem náð hafa viðmiðum ÍSS í Afrekshóp eða Afreksefni geta sótt um styrk úr sjóðnum.
Umsóknarfrestur er 1. maí ár hvert og eru greiðslur greiddar út 15. maí ár hvert.
ISU mót
- Keppendur í Afrekshópi ÍSS geta sótt um ferðastyrk að hámarki tvisvar sinnum á tímabili vegna ferða á ISU mót. Styrkurinn nemur kr. 50.000,- fyrir hvert mót.
- Keppendur í Afreksefnum ÍSS geta sótt um ferðastyrk að hámarki tvisvar sinnum á tímabili vegna ferðar á ISU mót. Styrkurinn nemur kr. 30.000,- fyrir hvert mót.
*RIG mótið er alþjóðlegt mót á lista ISU og er haldið á Íslandi. Mótið er haldið á kostnað Skautasambandsins og er í grunninn skipulagt til að veita íslenskum keppenur brautargengi í keppnisþátttöku á ISU mótum. Mótið er því utan styrkjakerfis ÍSS.
Styrkir á Norðurlandamót
- Keppendur í Afrekshópi ÍSS geta sótt um ferðastyrk að upphæð kr. 70.000.-
- Keppendur í Afreksefnum ÍSS geta sótt um ferðastyrk að upphæð kr.50.000.-
- Keppendur sem ekki hafa náð viðmiðum en fá kost á þátttöku hafa ekki möguleika á styrk.
Samgöngustyrkur
Sé vegalengd frá heimili að næsta alþjóðaflugvelli lengri en 100 km er hægt að sækja um styrk, allt að tvisvar sinnum á tímabili, fyrir ferðakostnaði innanlands sem nemur kr. 5.500,-
Senior / Fullorðinsflokkur
Þeir skautarar sem keppa í Senior flokki geta sótt um sérstaka styrki til keppnisþátttöku, óháð stöðu sinni í Afrekshópum ÍSS. Keppendur geta sótt um ferðastyrk að hámarki tvisvar sinnum á tímabili. Styrkurinn nemur kr. 30.000,- fyrir hvert mót.
Eingöngu er hægt að sækja um styrk einu sinni fyrir hvert mót.
Skila þarf inn afriti af kvittunum fyrir útlögðum kostnaði.